Fréttir

Skólasetning í dag miðvikudag 24. ágúst

Í dag miðvikudaginn 24. ágúst verður Grenivíkurskóli settur með pompi og prakt og mun Ásta Fönn Flosadóttir skólastjóri flytja þrjú frumsamin lög á klarínett!
Lesa meira

Grænfánaafhending

Í dag fengum við í Grenivíkurskóla heimsókn frá Landvernd til að afhenda okkur Grænfánann í fimmta skiptið. Grænfánaverkefnið er starfrækt í yfir 60 löndum út um allan heim þar sem margar milljónir barna taka þátt. Árið 2004 byrjuðum við með verkefnið og höfum staðið okkur það vel að eftir því er tekið í skólum út um allt land.
Lesa meira

Stærðfræðikeppni grunnskólanna

Síðustu vikurnar hefur Stærðfræðikeppni Grunnskólanna verið í gangi út um allt land. Nemendur í 9. bekk leystu öll verkefni rafrænt fyrir nokkrum vikum síðan. Þeir sem voru meðal 100 efstu fengu svo annað verkefni rafrænt og komust tveir nemendur frá okkur í 35 manna úrslit...
Lesa meira

Sigrún nemandi vikunnar

Þá er komið að síðasta nemanda vikunnar í 10. bekk. Þá erum við búinn að ná viðtali við þau öll áður en þau fara frá okkur í haust.
Lesa meira

Laus kennarastaða til umsóknar

Laus er til umsóknar u.þ.b. 50% staða grunnskólakennara við Grenivíkurskóla í afleysingum skólaárið 2016-2017. Starfið felur í sér almenna bekkjarkennslu og stuðningskennslu.
Lesa meira

Vorskemmtun lokið

Á þriðjudaginn og miðvikudaginn í síðustu viku héldu nemendur skólans vorskemmtun og settu á svið með leikrit um Línu Langsokk. Undirbúningur hófst fyrir nokkrum vikum síðan og var sviðið sett upp af nemendum í samvinnu við húsvörð á fimmtudeginum fyrir sýningarviku.
Lesa meira

Vorskemmtun Grenivíkurskóla 2016

Sýningar: Þriðjudaginn 19.apríl klukkan 18:00 og miðvikudaginn 20. apríl klukkan 17:00. Miðaverð er 2.000 krónur fyrir 16 ára og eldri. Frítt fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri. Ath. Ekki hægt að borga með greiðslukorti.
Lesa meira

Friðfinnur sigrar kóðunarkeppni grunnskólanna

Um mánaðarmótin janúar/febrúar fengum við boð um að taka þátt í kóðunarkeppni grunnskólanna í Reykjavík. Þegar við könnuðum áhuga nemenda voru ekki margir sem sýndu þessu móti áhuga en einn nemandi, Friðfinnur Már Þrastarson var mjög áhugasamur enda með mikinn áhuga á kóðun og tölvum yfir höfuð.
Lesa meira

Menntamálastofnun í heimsókn

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag í síðustu viku voru hjá okkur tvær konur, þær Hanna og Birna, frá Menntamálstofnun til að taka skólann og starfsemi hans út.
Lesa meira