Á þriðjudaginn og miðvikudaginn í síðustu viku héldu nemendur skólans vorskemmtun og settu á svið með leikrit um Línu Langsokk. Undirbúningur hófst fyrir nokkrum vikum síðan og var sviðið sett upp af nemendum í samvinnu við húsvörð á fimmtudeginum fyrir sýningarviku. Æfingar á sviði hófust strax og var almennri kennslu að mestu ýtt til hliðar á mánudeginum 18. apríl og fram yfir sýningar. Að venju var mikið stress á síðustu æfingum fyrir sýningu á þriðjudagsmorgninum um að allt væri orðið eins og það átti að vera. Það hófst nú allt á endanum og small saman á generalprufunni og sýningunum sjálfum sem voru á þriðjudeginum 19. apríl og miðvikudeginum 20. apríl.
Allir nemendur tóku þátt í verkefninu á einhvern hátt. Nokkrir nemendur spiluðu á hljóðfæri undir söng og allir nemendur fóru eitthvað á svið og létu ljós sitt skína. Nemendahóparnir skiptu á milli sín hlutum af leikritinu og 1.-2. bekkur sá um forsöng í kórnum. 3.-5. bekkur sá um fyrsta hlutann í leikritinu og 6.-8. bekkur tók við af þeim áður en 9.-10. bekkur tók lokahlutann.
Við viljum þakka öllum þeim sem komu og horfðu á sýninguna og styrktu krakkana, því þetta er hluti af fjáröflun þeirra til útskriftarferðar sem farin er þriðja hvert ár.
Myndir af undirbúningnum eru komnar á myndasíðuna okkar og má nálgast hér... https://goo.gl/photos/7bfZ12oXZRxPR2tTA
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is