Bókasafn hreppsins stendur á gömlum merg. Upphaflega hét það Lestrarfélag Grýtubakkahrepps og var stofnað 1875. Frá 1984 hefur það verið staðsett í skólanum og rekið í sameiningu við skólasafnið. Safnið hefur á fimmta þúsund titla til útlána og er tengt Landskerfi bókasafna.
Nemendur geta fengið lánaðar bækur til lestrar í skólanum og heima. Safnið er alltaf opið á skólatíma og sjá kennarar um afgreiðslu eða nemendur sjálfir. Þar sem húsrýmið er af skornum skammti er vinnuaðstaða fyrir nemendur engin inni á safninu sjálfu en þeir geta í staðinn tekið bækur með sér inn í stofur.
Markmið með kennslu og störfum á skólasafni eru að:
Utan skólatíma er bókasafnið opið á miðvikudögum frá klukkan 17:00 – 18:00 og á laugardögum frá klukkan 10:00-12:00.
Bókavörður er Björn Ingólfsson.