Á föstudag og mánudag næstkomandi verða útivistardagar í Grenivíkurskóla. Á föstudag fara nemendur í gönguferð og verða þeir þá að hafa með sér nesti og vera klædd eftir veðri. Stefnt er á að ganga í Bárðatjarnarsel og mun gangan taka allan skóladaginn eða fram að hádegi.
Á mánudaginn verður Norræna skólahlaupið og munu krakkarnir þá geta valið sér vegalengdir frá 2,5 km upp í 10 km. Þeir sem ætla 2,5 km. fara stóra hringinn í kringum þorpið. Þeir sem ætla 5 km fara út að Finnastaðahliði og til baka og þeir sem ætla 10 km fara hringinn í kringum höfðann.
Á eftir hlaupið verður farið í sund og þá verður boðið upp á heitt kakó og ostabrauð.
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is