Friðfinnur sigrar kóðunarkeppni grunnskólanna

Um mánaðarmótin janúar/febrúar fengum við boð um að taka þátt í kóðunarkeppni grunnskólanna í Reykjavík. Þegar við könnuðum áhuga nemenda voru ekki margir sem sýndu þessu móti áhuga en einn nemandi, Friðfinnur Már Þrastarson var mjög áhugasamur enda með mikinn áhuga á kóðun og tölvum yfir höfuð.

Finni ákvað að fara ekki í æfingabúðirnar 12.-13. febrúar sem stóðu öllum til boða að mæta í. Hann ákvað að fara beint í forkeppnina sem var 22.-28. febrúar og voru niðurstöðurnar úr þeirri keppni notaðar til þess að skipta þátttakendum niður í deildir. Til að gera langa sögu stutta að þá tók það Finna eitt eftirmiðdegi eða um 6 klst til þess að klára verkefnið með fullt hús stiga þrátt fyrir að hafa til þess 6 heila daga. Þetta verkefni gat hann klárað heima hjá sér og fór hann í efri deildina.

Aðalkeppnin var síðan haldin 1.-2. apríl í Tækniskólanum fyrir sunnan og þurfti hann að fara suður yfir helgina og klára verkefnin í Tækniskólanum. Þar brilleraði hann og kláraði fyrstu 12 verkefnin af 13 með 100% árangri en náði 72% í síðasta verkefninu og var sá eini sem náði svo hátt. Fyrir sigurinn í keppninni fékk hann fyrstu önnina í Tækniskólanum fría ákveði hann að leggja leið sína þangað eftir Grunnskólannn. Honum fannst nú samt headfónarnir sem annað sætið fékk mikið meira spennandi.

Þess má til gamans má geta að allir nemendurnir sem hann var að keppa við voru tveimur árum eldri en hann eða í 10. bekk en Finni er á 14. ári og ætti að vera í 8. bekk en er í 9. bekk.

 

Það er greinilegt að drengurinn á framtíðina fyrir sér í þessu og við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn!