Fréttir

Bókagjöf til nemenda

Allir nemendur Grenivíkurskóla fengu bók í jólagjöf frá skólanum. Fjögur fyrirtæki í Grýtubakkahreppi; Darri, Gjögur, Pharmarctica og Sparisjóður Höfðhverfinga veittu skólanum styrk sem gerði þetta mögulegt. Við þökkum kærlega fyrir þennan stuðning og vonum innilega að bækurnar hitti í mark og að nemendur verði duglegir að lesa í jólafríinu.
Lesa meira

Nemandi vikunnar

Á síðustu samveru var dreginn nýr nemandi vikunnar og var það nafn Bellu Guðjónsdóttur sem kom upp úr umslaginu. Af því tilefni spurðum við hana nokkurra spurninga.
Lesa meira

Nemandi vikunnar

Natalía Margrét er næsti nemandi vikunnar, en nafn hennar var dregið á samveru síðastliðinn mánudag. Af því tilefni svarað i hún nokkrum laufléttum spurningum fyrir heimasíðuna.
Lesa meira

Nemandi vikunnar

Eftir smá pásu kynnum við til leiks nýjasta nemanda vikunnar, en það er hann Alexander Smári, nemandi í 1. bekk. Hann svaraði nokkrum spurningum fyrir heimasíðuna.
Lesa meira

Hlaupið í Ólympíuhlaupi ÍSÍ

Nemendur Grenivíkurskóla hlupu í Ólympíuhlaupi ÍSÍ í gær, föstudaginn 18. september. Veðrið var með besta móti þó eitthvað hafi blásið. Nemendur gátu valið um að hlaupa 2.5, 5 eða 10 km og voru 11 hlaupagarpar sem völdu að fara 10 km.
Lesa meira

Grenivíkurskóli settur

Skólasetning Grenivíkurskóla fór fram í blíðaskaparveðri á útisvæði skólans nú í morgun. Framundan er spennandi og skemmtilegt skólaár uppfullt af áskorunum fyrir nemendur og starfsfólk. Við hlökkum til að starfa með öllum aðilum skólasamfélagsins í vetur og óskum eftir góðri samvinnu við heimilin hér eftir sem hingað til.
Lesa meira

Skólasetning Grenivíkurskóla

Í ljósi Covid-19 faraldursins verður skólasetning Grenivíkurskóla með öðrum hætti en venjulega að þessu sinni. Skólinn verður settur á útisvæðinu við skólann þriðjudaginn 25. ágúst kl. 8:20 og í kjölfarið tekur við útivistardagur hjá nemendum. Í ljósi aðstæðna óskum við eftir því að eingöngu foreldrar nemenda í 1. bekk fylgi nemendum sínum á skólasetninguna.
Lesa meira

Verðandi nemendur fengu afhentar skólatöskur

Undanfarin ár hefur Grýtubakkahreppur fært nemendum, sem hefja nám við í 1. bekk Grenivíkurskóla, skólatöskur að gjöf. Í ár var engin breyting þar á og fengu nemendur töskurnar afhentar í vikunni.
Lesa meira

Grenivíkurskóli hlýtur styrk frá Forriturum framtíðarinnar

Grenivíkurskóli var á dögunum einn 29 grunnskóla á landinu til þess að hljóta styrk frá Forriturum framtíðarinnar.
Lesa meira

Nemandi vikunnar

Friðbjörg Anna var dreginn sem nemandi vikunnar á samveru síðastliðinn mánudag og svaraði af því tilefni nokkrum spurningum fyrir okkur.
Lesa meira