Fréttir

Laus staða skólaliða við Grenivíkurskóla

Við Grenivíkurskóla er laus til umsóknar staða skólaliða frá 15. ágúst 2022. Umsóknarfrestur er til 21. júní næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið má sjá í meðfylgjandi auglýsingu.
Lesa meira

Óveður í kortunum - skóli fellur niður mánudaginn 7. febrúar

Kæra skólasamfélag. Skólahald fellur niður í Grenivíkurskóla á morgun, mánudaginn 7. febrúar, vegna vonskuveðurs sem spáð er. Reiknað er með austan roki með mikilli úrkomu hér við Eyjafjörð með allt að 42 metrum á sekúndu í kviðum frá kl. ca 6 eða 7 í fyrramálið og fram undir hádegi. Höldum okkur heima nema brýna nauðsyn beri til annars og reynum að hafa það notalegt. Bestu kveðjur, Þorgeir
Lesa meira

Gleðileg jól!

Starfsfólk Grenivíkurskóla sendir nemendur, foreldrum og öðrum velunnurum skólans bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum fyrir góðar stundir á árinu sem er að líða og hlökkum til að sjá ykkur á því nýja.
Lesa meira

Verum á varðbergi

Líkt og þið hafið eflaust heyrt um að þá er talsverð útbreiðsla Covid-19 smita á Akureyri og nágrenni um þessar mundir. Smitin eru fyrst og fremst á meðal nemenda í grunnskólum og hafa teygt sig inn í flesta skóla á Akureyri og fleiri skóla á Eyjafjarðarsvæðinu. Búið er að stöðva íþróttaæfingar og tómstundir á meðan reynt er að ná utan um stöðuna auk þess sem einhverjir skólar hafa þurft að takmarka starfsemi sína eða loka tímabundið vegna smita.
Lesa meira

Nýir nemendur fá skólatöskur

Líkt og undanfarin ár færir Grýtubakkahreppur nemendum í 1. bekk skólatösku að gjöf við upphaf skólagöngu þeirra. Í ár eru tveir nemendur sem hefja nám í 1. bekk, þau Guðbjörg Jana og Bjarki Signar. Við óskum þeim velfarnaðar í leik og starfi í skólanum á næstu árum og vonum að skólataskan sem þau völdu sér komi til með að reynast þeim vel.
Lesa meira

Skólasetning Grenivíkurskóla

Grenivíkurskóli verður settur á útisvæði skólans klukkan 8:20 á morgun, mánudag. Foreldrar og forráðamenn eru velkomin á skólasetninguna en eru beðin um að gæta að 1 metra fjarlægðarreglu. Að skólasetningu lokinni fara nemendur í útivistardag, hádegismatur er kl. 12:00 og skóla lokið eftir mat.
Lesa meira

Nemandi vikunnar

Hermann Ingi Harðarson var dreginn sem nemandi vikunnar á samveru um daginn. Af því tilefni svaraði hann nokkrum laufléttum spurningum fyrir heimasíðuna.
Lesa meira

Nemendur í 1. bekk fengu hjálma

Nemendur í 1. bekk fengu á samveru í dag afhenta hjálma, en um er að ræða árlega gjöf Kiwanis-klúbbsins á Akureyri til 1. bekkinga á svæðinu.
Lesa meira

Sigurvegarar í páskagetraun 2021

Nemendur í 8.-10. bekk fengu að spreyta sig á árlegri páskagetraun dagana fyrir páska.
Lesa meira

Lausar stöður við Grenivíkurskóla

Við Grenivíkurskóla eru lausar til umsóknar tvær stöður. Annars vegar 80-100% staða íþróttakennara í afleysingu og hins vegar staða skólaliða.
Lesa meira