Víkingur nemandi vikunnar

Þegar Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands kom í heimsókn til okkar á fimmtudaginn í síðustu viku nýttum við tækifærið og fengum hann til þess að draga nemanda vikunnar. Það var hann Víkingur Leó Sigurbjörnsson sem varð þess heiðurst aðnjótandi að vera dreginn af Forseta Íslands.

 

Nafn: Víkingur Leó Sigurbjörnsson

Gælunafn: Víxi, King Wifi, V-MACHINE

Bekkur: 10. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Að spjalla við góða vini mína.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Lífið sjálft er svo skemmtilegt. Ég get ekki valið eitt úr!

Áhugamál? Youtube, tölvuleikir, tónlist, horfa á fótbolta, dank memes, elda, búa til afsakanir.

Uppáhaldslitur? Svartur. Ef svartur telst ekki sem litur, þá rauður.

Uppáhaldsmatur? Indverskur kjúklingaréttur með nan brauði.

Uppáhaldssjónvarpsefni? Rick and Morty 10/10

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Núna? Imagine Dragons, DJ Spiceman, Streetlight Manifesto.

Uppáhaldsfótboltalið/fótboltamaður? Dortmund og Aubameyang

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Maður/Maðurinn

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Japans, til þess að skoða alla tölvuleikina, tæknina og nammi dót.

Ef þú verður fræg/ur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu vilja verða frægur? Besti grínisti í heimi sem mætir alltaf seint.

Hvaða reglu heimafyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Allir gera sinn eigin mat. Nema ef það er eitthvað sérstaklega gott... I guess.

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Flugmiði til Bandaríkjanna og þar stendur á honum kv. Trump.

Ef þú gætir fundið eitthvað upp til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Rör út um allt fyrir bíla eins og í Futurama

Ef þú gætir ferðast til baka 3 ár aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Aldrei sleppa lóðunum, aldrei hætta að lyfta. Hérna eru tölurnar fyrir lottóið eftir 3 ár.

 

Við þökkum Víkingi kærlega fyrir skemmtileg svör.