3. júní síðastliðinn fóru fram skólaslit Grenivíkurskóla. Þetta árið útskrifuðust 3 nemendur úr 10. bekk þau Gunnar Berg Stefánsson, Karol Brynja Skúladóttir og Klara Sjöfn Gísladóttir. Þá voru Erica og Skúli líka útskrifuð sem foreldrar en öll þeirra börn eru nú útskrifuð úr grunnskóla.
Ásta skólastjóri fór yfir skólastarfið í vetur og þakkaði starfsfólki, nemendum og foreldrum fyrir veturinn. Þá minnti hún á mikilvægi lesturs og hvatti nemendur til að vera duglegir að lesa í sumar, þar sem allur lestur er undirstaða alls náms. Anna Ragnheiður hætti störfum eftir 7 ár hjá okkur og þökkum við henni vel unnin störf og óskum henni góð gengis í nýju starfi og á nýjum stað. Einnig þökkum við Hákoni, Pétri (Pedda) og Bjarna fyrir alla aðstoðina og vel unnin störf þennan vetur. Við hlökkum einnig til að fá nýja kennara til starfa næsta haust, en þá munu þau Elsa María, Kolbrún Hlín og Þorgeir Rúnar hefja störf.
Við vonum að allir njóti sumarsins og hlökkum til að sjá nemendur aftur í haust.
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is