Í vikunni fyrir páskafrí fór fram hin árlega páskagetraun Grenivíkurskóla þar sem 8-10 bekkur tekur þátt. Nemendur fá að spreyta sig í ýmsu eins og að botna málshætti, giska á rétta fána og eða nöfn hljóðfæra o.s.frv.. Þetta er orðin skemmtileg hefð hjá okkur í Grenivíkurskóla og bíða nemendur spenntir eftir því að reyni við getraunina. Þetta árið varð Elín Þóra Hermannsdóttir í 3. sæti, Gunnar Berg Stefánsson í 2. sæti og Klara Sjöfn Gísladóttir varð í 1. sæti. Þau voru auðvitað glöð með vinninginn sem var auðvitað páskaegg.
Óskum öllum nemendum og öðrum aðstendendum Grenivíkurskóla gleðilegra páska og vonum að allir njóti þeirra vel með fjölskyldunni og vinum
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is