Friðbjörg Anna var dreginn sem nemandi vikunnar á samveru síðastliðinn mánudag og svaraði af því tilefni nokkrum spurningum fyrir okkur.
Nafn: Friðbjörg Anna Gunnarsdóttir
Gælunafn: Friðbjörg
Bekkur: 10. bekkur
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Íþróttir.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór til Danmerkur á fótboltamót sem bróðir minn var að spila á. Þá fórum við í skemmtigarð og gerðum margt skemmtilegt.
Áhugamál? Fótbolti og að hreyfa mig.
Uppáhaldslitur/litir? Gulur.
Uppáhaldsmatur? Kjúklingafajitas.
Uppáhaldsjónvarpsefni? Ekkert sérstakt í uppáhaldi.
Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Enginn sérstakur.
Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? Manchester United og Paul Pogba.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Sjúkraþjálfari.
Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Kannski bara til Noregs til að heimsækja vini mína.
Ef þú verður fræg þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu verða fræg? Fótboltaleikmaður.
Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Engri sérstakri.
Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Pening.
Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Ég veit ekki.
Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Ég veit ekki.
Við þökkum Friðbjörgu fyrir skemmtileg svör!
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is