Móeiður Alma er nemandi vikunnar að þessu sinni og svaraði fyrir okkur nokkrum vel völdum spurningum.
Nafn: Móeiður Alma Gísladóttir
Gælunafn: Móa
Hver er uppáhalds greinin þín í skólanum? Myndmennt en mér finnst allir tímar skemmtilegir
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frímínútum? Mér finnst skemmtilegast að teikna og lita
Áhugamál: Áhugamálin mín eru fótbolti og snjóbretti
Hvaða bók lastu síðast? Grimmi tannlæknirinn eftir David Walliams
Hvað er það besta við skóla? Allt
Er eitthvað sem þú myndir vilja læra sem er ekki kennt í skólanum? Þýsku
Við hvað ertu hrædd? Ég er hrædd við krókódíla og ljón
Uppáhaldsmatur: Uppáhaldið mitt er skinkupasta
Uppáhaldssjónvarpsefni: Svampur Sveinsson
Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit: Sara Larson
Hver er uppáhaldsíþróttin þín og uppáhaldsíþróttamaður: Fótbolti og Mohamed Salah
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða fótboltakona
Hvað heldurðu að þú verðir að gera eftir 5 ár? Ég verð hér í skólanum því ég verð 13 ára
En eftir 10 ár? Ég verð í Menntaskólanum
Áttu gæludýr? Ef svo er, hvað er það besta við það? En leiðinlegasta? Nei
Ef þú átt ekki gæludýr, hvernig gæludýr myndirðu vilja? Ég myndi vilja eiga kanínu
Ef þú myndir vinna 50 milljónir í lott hvað myndirðu gera við peninginn? Ég veit það ekki alveg en kannski bara kaupa mér hús og bíl
Við þökkum Móu kærlega fyrir skemmtileg svör!
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is