Það hefur eitthvað dregist að færa inn nemendur vikunnar undanfarið og það koma væntanlega 2-3 inn á síðuna í þessari viku.
Nafn: Ingólfur Birnir
Gælunafn: Ingó/Höfðinginn
Bekkur: 10. bekkur
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Spjalla í tíma
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Fara til Danmerkur með skólanum
Áhugamál? Fótbolti, rúningur og rallý
Uppáhaldslitur? Appelsínugulur
Uppáhaldsmatur? Rétt kryddaðar ærlundir á grilli sem bráðna upp í þér með pipar grillsósu og grilluðum kartöflum með nóg af smjöri.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Game of Thrones og Motorsport
Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Rammstein/ACDC/DJ Spiceman
Uppáhaldsfótboltalið/fótboltamaður? Sakho/Magni
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Rallýkappi
Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Benidorm á Spáni
Ef þú verður fræg/ur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu vilja verða frægur? Að eiga nóg af pening eins og Bjöggi Thor
Hvaða reglu heimafyrir myndirðu breyta ef þú gætir? ???
Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Ferð til Benidorm
Ef þú gætir fundið eitthvað upp til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Tæki sem burstar tennurnar í þér og sjálfvirkur tannstöngull
Ef þú gætir ferðast til baka 3 ár aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Byrjaðu að halda með Leicester
Við þökkum Ingólfi kærlega fyrir skemmtileg svör.
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is