Þá er komið að nemanda vikunnar en hann er dreginn vikulega í samverustundinni á mánudögum. Hilmar Mikael er nemandi vikunnar að þessu sinni og svarar fyrir okkur nokkrum léttum spurningum.
Nafn: Hilmar Mikael
Gælunafn: Hilmar
Bekkur: 3. bekkur
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Mér finnst allt skemmtilegt í skólanum
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór til London með pabba, Krissu, Ollu, Eddu og Sigþór
Áhugamál? Fótbolti
Uppáhaldslitur? Rauður
Uppáhaldsmatur? Pizza
Uppáhaldssjónvarpsefni? Svampur Sveinsson
Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Veit ekki
Uppáhaldsfótboltalið/fótboltamaður? Liverpool
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Mig langar að verða kennari
Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Mig langar til Danmerkur vegna þess að það er gaman að koma þangað
Ef þú verður fræg/ur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu vilja verða frægur? Veit ekki
Hvaða reglu heimafyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Ég vil engu breyta
Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Ég myndi gefa öllum börnum Playstation tölvu
Ef þú gætir fundið eitthvað upp til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Veit ekki
Ef þú gætir ferðast til baka 3 ár aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Held ég geti bara ekki svarað þessu
Við þökkum Hilmari kærlega fyrir skemmtileg svör.
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is