Embla Lind nemandi vikunnar

Þá er komið að nemanda vikunnar en hann er dreginn vikulega í samverustundinni á mánudögum. Embla Lind er nemandi vikunnar að þessu sinni og svarar fyrir okkur nokkrum laufléttum spurningum. 

 

Nafn: Embla Lind Ragnarsdóttir 

Gælunafn: Embí

Bekkur: 4. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Skrift

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Hitta afa minn sem ég hafði aldrei séð

Áhugamál? Fara á hestbak og leika með hamsturinn minn

Uppáhaldslitur? Sægrænn

Uppáhaldsmatur? Kjúklinganaggar

Uppáhaldssjónvarpsefni? Man ekki hvað það heitir

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Selena Gomez

Uppáhaldsfótboltalið/fótboltamaður? Liverpool

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Fræg stjarna á hestbaki

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Ástralía til þess að sjá öll dýrin

Ef þú verður fræg/ur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu vilja verða frægur? Fyrir að eiga marga hesta

Hvaða reglu heimafyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Að þurfa fara á hestbak á hverjum degi

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Pening

Ef þú gætir fundið eitthvað upp til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Að allir hafi húsnæði

Ef þú gætir ferðast til baka 3 ár aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Að hlusta á mömmu og pabba

 

Við þökkum Emblu Lind kærlega fyrir skemmtileg svör.