Í dag fimmtudaginn 8. september er alþjóðlegur dagur læsis. Í tilefni þess voru allir nemendur kallaðir fram í samveru þar sem Ásta skólastjóri las fyrir nemendur úr bókinni Indjáninn eftir Jón Gnarr. Þá talaði hún einnig um mikilvægi þess að vera læs og geta lesið sér bæði til gangs og gamans. Sameinu þjóðirnar gerðu þennan dag að Alþjólegum degi læsis árið 1965 og er fólk hvatt til þess að skipuleggja lestrarviðburði í teliefni hans.
Það eru þó óvenju fáir nemendur í skólanum í dag þar sem 11 nemendur eru fjarverandi m.a. vegna Justin Bieber tónleika í Kópavogi og þá eru einhverjir nemendur veikir.
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is