Tónleikar Tónlistarskóla Eyjarfjarðar

Í gær, miðvikudaginn 15. mars hélt Tónlistarskóli Eyjarfjarðar frábæra tónleika. Það voru nemendur Grenivíkurskóla sem leggja stund á tónlistarnám við Tónlistarskóla Eyjarfjarðar sem spiluðu fyrir aðra nemendur grunnskólans sem og foreldra. Um 26 nemendur spiluðu á tónleikunum annað hvort á píanó eða gítar. Rúmlega helmingur nemenda grunnskólans spilaði því á tónleikunum en það eru 46 nemendur í skólanum. 

Allir nemendur stóðu sig frábærlega og greinilega gott starf í Tónlistarskólanum.

 

Smellið hér til að sjá myndir og myndbönd