Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar var haldin fimmtudaginn 14. mars síðastliðinn. 7. bekkur er búin að vera í stífum æfingum hjá Hólmfríði Björnsdóttur síðan fyrir áramót. Nemendur 7. bekkjar lásu fyrir okkur ljóðið "Morgun-úð,, eftir Björn Ingólfsson, þjóðsöguna "Blómið sem aldrei visnaði,, og ljóð sem þau völdu sér sjálf. Dómnefnd skipuðu þau Þröstur Friðfinnsson, Inga María Sigurbjörnsdóttir og Sigrún Björnsdóttir. Var mjög erfitt fyrir dómnefnd að velja þar sem allir nemendur stóðu sig einstaklega vel og allir frekar jafnir. Þeir Hrafnkell Máni Gautason og Sigurður Einar Þorkelsson voru valdir til að taka þátt í stóru upplestrarkeppninni fyrir hönd Grenivíkurskóla. Keppnin verður haldin fimmtudaginn 21. mars kl 17 í Kvosinni í Menntaskóla Akureyrar. Allir velkomnir að koma og hlusta á flotta nemendur lesa og hvetja okkur drengi.
Fleiri myndir frá keppninni má sjá hér.
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is