Stóra upplestrarkeppnin var haldin síðastliðin fimmtudag. Ár hvert er það 7. bekkur sem tekur þátt í henni. Karen, Sigríður Edda, Sigurlaug Anna og Vésteinn hafa tekið miklum framförum í upplestri og staðið sig með miklum sóma síðan átakið hófst á degi íslenskrar tungu þann 16. nóv.
Nemendur lásu ljóðið, Blómasaga eftir Davíð Stefánsson. Því næst lásu þeir þjóðsöguna um búkollu og að endingu lásu þeir ljóð að eigin vali. Þetta gerðu nemendur af stakri prýði. Vésteinn og Silla verða fulltrúar skólans í lokakeppninni n.k fimmtudag í Hlíðarbæ. Sem viðurkenningu fyrir góðan árangur fengu nemendur bókina Íslensk kvæði að gjöf frá skólanum og að auki fengu Vésteinn og Silla Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxnes frá Sparisjóði Höfðhverfinga.
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is