Sigurður Arnfjörð nemandi vikunnar

Sigurður var dreginn sem nemandi vikunnar á samverunni okkar á mánudaginn síðasta. En þá var einmitt kveikt á fyrsta aðventukertinu og 7. bekkur las aðventuhugvekju. 

Nafn: Sigurður Arnfjörð Bjarnason

Gælunafn: Siggi

Bekkur: 2. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Stærðfræði og íslenska

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Vera í skóla og bara vera heima

Áhugamál? Fótbolti, frjálsar og læra

Uppáhaldslitur? Blár

Uppáhaldsmatur? Skinkupasta

Uppáhaldssjónvarpsefni? Fótbolti

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Úlfur úlfur

Uppáhaldsfótboltalið/fótboltamaður? Fótbolti - Anton Orri

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Veiðimaður, kennari eða fótboltamaður

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Danmerkur. Það er svo gaman í Legolandi og gaman að fara á hraðbrautina til að keyra til Þýskalands

Ef þú verður fræg/ur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu vilja verða frægur? Frægur fyrir stærðfræði, íslensku og borðtennis

Hvaða reglu heimafyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Þegar ég hefði tíma mætti ég fara í tölvu

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Fótboltaspil og borðtennis

Ef þú gætir fundið eitthvað upp til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Vél sem gerði alla góða

Ef þú gætir ferðast til baka 3 ár aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Vera góður í skólanum og við alla

 

Við þökkum Sigurði kærlega fyrir skemmtileg svör.