Páskagetraunin 2018

Nú líður senn að páskafríi og síðustu vikur hefur Ásta lagt fyrir elsta stigið nokkrar skemmtilegar páskagetraunir. Í einni áttu þau að merkja lönd á landakort, í þeirri næstu áttu þau að þekkja börn á leikskólanum, síðan þekkja frægt fólk og að lokum að botna málshætti. Þetta gekk misvel og komu nokkur skemmtileg svör, sérstaklega í málsháttunum. En þar gátu nemendur fengið stig með því að botna málshættina á skemmtilegan hátt ef þau vissu ekki svarið.

Meðal skemmtilegra svara sem komu voru:

Eyðist það sem...

  • Ekki er vistað,
  • Ekki er plast

Allt er gott...

  • Sem er sætt
  • Þegar maður er búinn með kaffi
  • Sem tengist ástu (einhver að sleikja skólastjórann upp)

Þjóð veit...

  • Að Guðna forseta líkar ekki við ananas

Meira vinnur vit...

  • En heimska

Brennt barn...

  • Er örugglega mjög heitt
  • Grætur hátt
  • Lifir ekki

Oft er misjafn sauður...

  • Úr höfða

Neyðin kennir naktri ...

  • konu að berjast
  • konu að dansa
  • konu að klæða sig

Svo lengi lærir...

  • Maður af mistökum sínum

 

Í þriðja sæti var Auður Gunnarsdóttir, Klara Sjöfn Gísladóttir var í öðru sæti og Jón Þorri Hermannsson var í fyrsta sæti. Þau fengu þessi líka fínu páskaegg eins og sjá má á myndinni hér til hægri. Við óskum þeim innilega til hamingju.