Páskagetraun 2019

Í vikunni fyrir páskafrí fór fram hin árlega páskagetraun Grenivíkurskóla þar sem 8-10 bekkur tekur þátt. Nemendur fá að spreyta sig í ýmsu eins og að botna málshætti, giska á rétta fána og eða nöfn hljóðfæra o.s.frv..  Þetta er orðin skemmtileg hefð hjá okkur í Grenivíkurskóla og bíða nemendur spenntir eftir því að reyni við getraunina. Þetta árið varð Elín Þóra Hermannsdóttir í 3. sæti, Gunnar Berg Stefánsson í 2. sæti og Klara Sjöfn Gísladóttir varð í 1. sæti. Þau voru auðvitað glöð með vinninginn sem var auðvitað páskaegg.

 

Óskum öllum nemendum og öðrum aðstendendum Grenivíkurskóla gleðilegra páska og vonum að allir njóti þeirra vel með fjölskyldunni og vinum