Gylfi Björnsson er næsti nemandi til að svara nokkrum spurningum fyrir heimasíðuna, en hann var dreginn sem nemandi vikunnar um daginn.
Nafn: Gylfi Björnsson
Bekkur: 2. bekkur
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Allt saman.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Að fara í dýragarð þegar ég var í ferðalagi.
Áhugamál? Íþróttir og sund.
Uppáhaldslitur/litir? Blár.
Uppáhaldsmatur? Pizza.
Uppáhaldsjónvarpsefni? Myndir um guð og Jesú.
Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Veit ekki.
Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? Magni og Anton þjálfari.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Vísindamaður.
Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Ástralíu til að hjálpa fólkinu þar, láta það í risastóran bát og sigla með þau í burtu til að passa þau.
Ef þú verður frægur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu verða frægur? Fyrir að vera góður vísindamaður.
Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Engri, það eru engar reglur heima hjá mér. Mamma nennir ekki að hafa neinar reglur, hún er svo góð mamma.
Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Bangsa.
Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Ég myndi finna upp vél sem myndi vernda öll húsin sem fólk býr í, t.d. í snjóflóðum og jarðskjálftum og svoleiðis.
Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Ekki horfa á neinar ljótar myndir og ekki gera neitt ljótt.
Við þökkum Gylfa kærlega fyrir skemmtileg svör.
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is