Angantýr Magni var dreginn sem nemandi vikunnar á samveru um daginn. Af því tilefni svaraði hann nokkrum laufléttum spurningum fyrir heimasíðuna.
Nafn: Angantýr Magni Guðmundsson
Gælunafn: Týri, Magni og stundum Angi
Bekkur: 2. bekkur
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Stærðfræði
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Að fara til Englands í Legoland
Áhugamál? Íþróttir og að lesa
Uppáhaldslitur/litir? Rauður, svartur og hvítur
Uppáhaldsmatur? Pizza
Uppáhaldsjónvarpsefni? Bíómyndir, t.d. Spiderman into the spider verse
Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Queen
Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? Magni og Mohamed Salah
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Vinna á Subway
Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Tenerife af því það er svo heitt og gott þar
Ef þú verður frægur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu verða frægur? Fyrir að vera góður vísindamaður
Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Að hafa 15 mínútum lengur í tölvunni á kvöldin
Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Gefa öllum 500.000 kr.
Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Ég veit ekki
Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Ég myndi segja mér að vera ekki hræddur þó ég fái martröð, því það er bara draumur.
Við þökkum Angantý Magna kærlega fyrir skemmtileg svör!
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is