Lilja Katrín var dregin sem nemandi vikunnar um daginn og svaraði af því tilefni nokkrum spurningum fyrir heimasíðuna.
Nafn: Lilja Katrín Harðardóttir
Gælunafn: Ég hef aldrei verið kölluð neitt annað en Lilja.
Bekkur: 1. bekkur.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Mér finnst skemmtilegast í íþróttum og sundi.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór í tívolí í útlöndum, en ég man ekki alveg hvar.
Áhugamál? Mér finnst skemmtilegt að leika mér í sundlauginni og að kafa og svo er líka gaman að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni minni.
Uppáhaldslitur/litir? Sægrænn og sæblár í glimmeri. Og regnbogaglimmer.
Uppáhaldsmatur? Hamborgari og pizza.
Uppáhaldsjónvarpsefni? Mér finnst rosa skemmtilegt að horfa á Svamp Sveinsson.
Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Justin Bieber, ég er að æfa dans inni á Akureyri og er að fara að læra Justin Bieber dans.
Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? Magni.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Ég held mig langi að verða leikskólakennari eða skólakennari.
Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Ég vil bara fara inn á Akureyri að leika með vinkonum mínum, eða kannski til Reykjavíkur.
Ef þú verður fræg þegar þú verður stór, fyrir hvað heldurðu að þú verðir fræg? Fyrir að eiga góða fjölskyldu.
Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Ég myndi ekki vilja breyta neinni reglu, en ég myndi vilja setja reglu að allir þyrftu að þvo hendurnar fyrir matinn, út af Covid.
Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Fjögurra laufa smára svo þau geti óskað sér einhvers.
Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Búa til engil sem myndi fljúga um og hjálpa fólki.
Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Ég myndi segja mér að gefa gæs hundamat því það væri mjög fyndið.
Við þökkum Lilju kærlega fyrir skemmtileg svör.
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is