Lýra Louise var dreginn sem nemandi vikunnar á síðustu samveru og af því tilefni svaraði hún nokkrum spurningum fyrir heimasíðu skólans.
Nafn: Lýra Louise Anselmo
Gælunafn: Lýra píra.
Bekkur: 1. bekkur.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Að vera í stóra salnum í skólavistun og enska.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Að fara í sund á Akureyri, það er mjög skemmtilegt og nú er ég orðin nógu stór til að mega fara í rauðu rennibrautina.
Áhugamál? Fimleikar en ég er samt ekki að æfa þá. Skautar, ég er að æfa þá og ég er líka að læra á píanó. Svo á ég líka hamstur og hún heitir Chili.
Uppáhaldslitur/litir? Ljósfjólublár og ljósbleikur.
Uppáhaldsmatur? Lasagna.
Uppáhaldsjónvarpsefni? Einhver bíómynd en ég man ekki hvað hún heitir.
Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Veit ekki, en ég elska eitt lag en ég man ekki hvað það heitir.
Uppáhaldsíþróttalið/íþróttamaður? Ekkert sérstakt.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Bakari, pabbi minn var einu sinni að vinna sem bakari.
Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Bandaríkin því ég elska pizzurnar þar og þar er hægt að leika sér á leiksvæði á meðan maður býður eftir matnum og þá fer ég líka í langa flugferð.
Ef þú verður fræg þegar þú verður stór, fyrir hvað heldurðu að þú verðir fræg? Frægur kökubakari.
Hvaða reglu heima fyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Ég myndi vilja fá að borða í sófanum.
Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Hund því að hundar eru svo sætir og krúttlegir. Mig langar í lítinn hund.
Ef þú gætir fundið upp eitthvað til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Ég veit ekki.
Ef þú gætir ferðast til baka aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Vera dugleg að ferðast til Bandaríkjanna.
Við þökkum Lýru Louise kærlega fyrir skemmtileg svör!
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is