Grenivíkurskóli auglýsir eftir kennurum

Grenivíkurskóli leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi kennurum með brennandi áhuga á skólastarfi.

Um tvö störf er að ræða:

  • Annars vegar 100% staða umsjónarkennara á yngsta stigi. Um framtíðarstarf er að ræða og er ráðið í stöðuna frá 1. ágúst 2023.
  • Hins vegar 100% staða umsjónarkennara á unglingastigi í afleysingum, frá 1. ágúst 2023 til 31. mars 2024. Um er að ræða kennslu í bóklegum greinum, með áherslu á stærðfræði og íslensku.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Menntunar- og hæfniskröfur

¨      Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.

¨      Góðir samskiptahæfileikar og sveigjanleiki í starfi.

¨      Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði.

¨      Faglegur metnaður.

¨      Færni í og áhugi á að vinna í teymi og að fjölbreyttum verkefnum.

Í Grenivíkurskóla eru um 50 nemendur í 1. – 10. bekk. Í skólanum er góður starfsandi og þar er leitast við að haga skólastarfinu í samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Í skólanum er teymiskennsla í aldursblönduðum hópum. Meðal þess sem við leggjum ríka áherslu á er góður skólabragur, teymisvinna- og kennsla, lýðheilsa og umhverfismennt.

Nánari upplýsingar um skólann má finna á www.grenivikurskoli.is

 

Umsóknarfrestur er t.o.m. 19. maí 2023. Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá og afrit af leyfisbréfi. Óskað verður eftir meðmælum. Taka skal fram í umsókninni um hvort starfið er sótt. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Umsóknir skal senda í tölvupósti á netfangið grenivikurskoli@grenivikurskoli.is. Öllum umsóknum verður svarað.

 

Frekari upplýsingar gefur Þorgeir Rúnar Finnsson, skólastjóri, í síma 414-5410 / 868-2385 eða í tölvupósti thorgeir@grenivikurskoli.is

 

Auglýsingin á pdf-formi.