Grenivíkurskóli auglýsir eftir kennara

Grenivíkurskóli leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi kennara með brennandi áhuga á skólastarfi. Um er að ræða tímabundið starf við umsjónarkennslu á yngsta stigi skólaárið 2024-2025 og getur starfshlutfall verið á bilinu 80-100%. Mikilvægt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Menntunar- og hæfniskröfur

¨      Leyfi til að nota starfsheitið kennari.

¨      Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund.

¨      Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði.

¨      Faglegur metnaður.

¨      Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.

Í Grenivíkurskóla eru um 50 nemendur í 1. – 10. bekk. Í skólanum er góður starfsandi og þar er leitast við að haga skólastarfinu í sem fyllsta samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Meðal þess sem við leggjum ríka áherslu á er góður skólabragur, teymiskennsla, lýðheilsa og umhverfismennt.

Nánari upplýsingar um skólann má finna á www.grenivikurskoli.is

Umsóknarfrestur er til 13 ágúst. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Umsóknir skal senda í tölvupósti á netfangið grenivikurskoli@grenivikurskoli.is. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar gefur Þorgeir Rúnar Finnsson, skólastjóri, í síma 868-2385 eða í tölvupósti thorgeir@grenivikurskoli.is