112 dagurinn er haldinn um allt land í dag, en að þessu sinni er sjónum beins sérstaklega að öryggi og velferð barna og unglinga. Í tilefni dagsins kom slökkviliðið í heimsókn til okkar á slökkviliðsbílnum og leyfði nemendum að prófa að sprauta vatni úr honum. Höfðu nemendur gaman af.
Að því loknu var haldið inn á svæði og þar fékk Ari Logi Bjarnason afhent verðlaun, en hann var einn þeirra sem sendi inn svör við spurningum í tengslum við eldvarnarátakið Loga og Glóð sem nemendur í 3.-4. bekk tóku þátt í fyrir jól. Ari fékk að launum veglegan vinning frá Spilavinum og óskum við honum til hamingju með það.
Að lokum horfðu nemendur og starfsfólk saman á myndskeið þar sem fjallað er um heimilisofbeldi og mikilvægi þess að börn segi frá ef þau búa við slíkt. Áhrifaríkt og gott myndband sem horfa má á hér.
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is