Birgir Húni nemandi vikunnar

Síðasti nemandi vikunnar fyrir jól var dreginn út á mánudaginn síðasta og það var Birgir Húni  sem var dreginn út þetta skiptið.

 

Nafn: Birgir Húni Haraldsson

Gælunafn: Húni

Bekkur: 3. bekkur

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Útiskóli

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Að fara í ferðalög

Áhugamál? Gítar og fótbolti

Uppáhaldslitur? Rauður

Uppáhaldsmatur? Fiskur

Uppáhaldssjónvarpsefni? Dagatalið - Sáttmálinn á RÚV

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Bjartmar Guðlaugsson / Pentatonix

Uppáhaldsfótboltalið/fótboltamaður? Gylfi Sigurðsson

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Smiður

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Ástralíu, vegna þess að mömmu langar að fara þangað.

Ef þú verður fræg/ur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu vilja verða frægur? Fyrir að vera góður í körfubolta.

Hvaða reglu heimafyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Fá að sofa lengur

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Ég mundi gefa öllum hund

Ef þú gætir fundið eitthvað upp til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Matarbyssa svo allir hefðu nóg að borða

Ef þú gætir ferðast til baka 3 ár aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Að vera góður við alla

 

Við þökkum Birgi Húna kærlega fyrir skemmtileg svör.