Grænfánaafhending

Í dag fengum við í Grenivíkurskóla heimsókn frá Landvernd til að afhenda okkur Grænfánann í fimmta skiptið. Grænfánaverkefnið er starfrækt í yfir 60 löndum út um allan heim þar sem margar milljónir barna taka þátt. Árið 2004 byrjuðum við með verkefnið og höfum staðið okkur það vel að eftir því er tekið í skólum út um allt land. Katrín Magnúsdóttir kom til okkar frá Landvernd og afhenti umhverfisnefnd skólans fánann í Litla sal þar sem allir nemendur og kennarar fylgdust með. Hanna Valdís flutti eitt lag á píanó áður en fáninn var afhentur og svo gengu nemendur með fánann út á plan og drógu hann að húni. Að lokum fóru nemendur aftur í Litla sal og gæddu sér á brauðmeti frá Bakaríinu við Brúna og vakti það mikla lukku.