Slysa- og áfallaráð er hópur fagfólks sem skipuleggur áætlanir og viðbrögð við ýmsum aðstæðum, áföllum og hættum sem skapast geta í lífi og starfi nemenda og starfsmanna. Slysa- og áfallaráð vinnur einnig að því að öryggismál skólans séu í lagi. Slysa- og áfallaráð sér um gagnabanka sem samanstendur af áætlunum um viðbrögð við ýmsum aðstæðum, neyðarsímanúmerum og fræðsluefni um áfallahjálp svo eitthvað sé nefnt. Ráðið sér einnig um að neyðargögn séu til staðar.
Slysa- og áfallaráð skipa: Skólastjóri, skólahjúkrunarfræðingur, prestur eða ráðgjafi með sálfræðimenntun og fulltrúi starfsmanna.
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is