Nemendaverndarráð

Nemendaverndarráð Grenivíkurskóla starfar samkvæmt 40. gr. laga um grunnskóla nr. 91 frá 2008 og reglugerð nr. 584 frá 2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum.

Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi skólaheilsugæslu, náms- og starfsráðgjöf og sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar um framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Samstarfið getur verið bæði vegna einstakra nemenda og forvarnarstarfs.

Markmiðið er að bæta sérfræðiþjónustu við nemendur og gera hana skilvirkari.

Í nemendaverndarráði sitja: Skólastjóri, fagstjóri stuðningskennslu, skólahjúkrunarfræðingur ásamt sérfræðingum frá skólaþjónustu fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar.