Foreldrafélag

Foreldrafélag

Við Grenivíkurskóla er starfandi foreldrafélag.  Helstu markmið félagsins eru: að stuðla að meiri og bættari tengslum heimila og skóla, að koma sjónarmiðum foreldra á framfæri við skólayfirvöld, að stuðla að framkvæmdum í þágu skólans, að örva og styðja félags- og menningarstarf innan skólans og að stuðla að upplyftingu foreldra/forráðamanna og nemenda a.m.k. einu sinni á ári.

Í stjórn foreldrafélags skólaárið 2023-2024 eru:

Steinunn Adolfsdóttir og Hákon Fannar Ellertsson

Arna Björk Baldursdóttir og Elvar Örn Rafnsson

Steinunn Laufey Skjóldal Kristjánsdóttir og Jón Kjartansson 

 

Lög foreldrafélags Grenivíkurskóla

1. gr.
Félagið heitir Foreldrafélag Grenivíkurskóla.

2. gr.
Félagsmenn eru foreldrar/forráðamenn nemenda skólans. 

3. gr.
Helstu markmið félagsins eru: að stuðla að meiri og bættari tengslum heimila og skóla, að koma sjónarmiðum foreldra á framfæri við skólayfirvöld, að stuðla að framkvæmdum í þágu skólans, að örva og styðja félags- og menningarstarf innan skólans, að stuðla að upplyftingu foreldra/forráðamanna og nemenda a.m.k. einu sinni á ári. 

4. gr.
Stjórn félagsins skal kjósa á aðalfundi. Kjósa skal þrjá menn í stjórn og þrjá til vara einnig skoðunarmann reikninga og varamann hans. Kjörtímabil er eitt ár. Stjórn skiptir með sér verkum, formaður, ritari og gjaldkeri. Varamenn í stjórn skulu starfa með aðalstjórn og taka við störfum hennar að öllu óbreyttu eftir eitt ár í varastjórn. Formaður félagsins skal vera áheyrnarfulltrúi á fundum Fræðslu- og æskulýðsnefndar. Aðrir stjórnarmenn eru varamenn hans. 

5. gr.
Aðalfund skal halda að hausti, eigi síðar en 31. okt. Fundi skal halda svo oft sem þurfa þykir. Formaður skal kalla saman stjórnarfund. Ritari skal halda fundargerðabók. Boða skal til aðalfundar með minnst fimm daga fyrirvara.
Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins
3. Lagabreytingar ef einhverjar eru.
4. Ákvörðun árgjalds.
5. Kosningar stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanns reikninga.
6. Önnur mál. 

6. gr.
Félagið skal hafa sjálfstæðan fjárhag og skal gjaldkeri annast vörslu fjármuna. Árgjald skal ákveðið á aðalfundi. Reikningsár félagsins skal vera frá 1. maí til 30. apríl. Gjaldkeri leggur fram reikninga á aðalfundi, samþykkta af skoðunarmanni.

7. gr.
Félagsstjórn skal ekki hafa afskipti af vandamálum er upp kunna að koma milli einstakra foreldra og starfsmanna skólans.

8. gr.
Lögum þessum má aðeins breyta hafi lagabreytingar verið auglýstar í aðalfundarboði og meirihluti mættra félagsmanna á aðalfundi samþykki þær.

Þannig samþykkt á aðalfundi 16.okt 2013.