Jón Barði nemandi vikunnar

Nemandi vikunnar er alltaf dreginn út í samveru á svæði á mánudögum og nemandi vikunnar að þessu sinni er Jón Barði Sigurbjörnsson

 

Nafn: Jón Barði Sigurbjörnsson

Gælunafn: Jonny

Bekkur: 3.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í skólanum? Mér finnst skemmtilegast að vera í tölvu

Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Að fara til útlanda

Áhugamál? Mér finnst skemmtilegast af öllu að vera í fótbolta

Uppáhaldslitur? Minn uppáhaldslitur er svartur

Uppáhaldsmatur? Það er hamborgari

Uppáhaldssjónvarpsefni? Svampur Sveinsson

Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Uppáhaldið mitt er Skálmöld

Uppáhaldsfótboltalið/fótboltamaður? Barcelona/Messi

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Mig langar að verða fótboltamaður

Ef þú gætir ferðast til hvaða lands sem er, hvaða land myndirðu velja og hvers vegna? Ég myndi fara til Spánar til Barcelona og fara á Camp Nou til að horfa á fótboltaleik

Ef þú verður fræg/ur þegar þú verður stór, fyrir hvað myndirðu vilja verða frægur? Ég veit ekki alveg en kannski að verða frægur fótboltamður

Hvaða reglu heimafyrir myndirðu breyta ef þú gætir? Að fá að vera í spjaldtölvunni á morgnana

Ef þú gætir gefið eina gjöf til allra barna í heiminum, hvað myndirðu gefa? Ég myndi gefa þeim flugmiða til Íslands

Ef þú gætir fundið eitthvað upp til að auðvelda líf fólks, hvað myndi það vera? Eitthvað sem myndi láta stríð í heiminum hætta

Ef þú gætir ferðast til baka 3 ár aftur í tímann, hvaða ráð myndirðu gefa þér? Ég skil bara ekki þessa spurningu!?

 

Við þökkum Jóni Barða kærlega fyrir skemmtileg svör.