Nemandi vikunnar var dreginn út á samveru á svæði í gær og var það Aníta Ingvarsdóttir.
Nafn: Aníta Ingvarsdóttir
Gælunafn: ---
Bekkur: 3. bekkur
Hver er uppáhaldsgreinin þín í skólanum? Mér finnst allt gaman
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frímínútum? Að spila borðtennis
Áhugamál? Ég elska dýr og finnst gaman í fótbolta
Hvaða bók lastu síðast? Fíu sól
Hvað er það besta við skóla? Þegar allir eru vinir
Hvað myndirðu vilja læra sem er ekki kennt í skólanum? Að læra á hesta
Við hvað ertu hrædd? Ég er hrædd við drauga og stríð
Uppáhaldsmatur? Pita og tortilla
Uppáhaldssjónvarpsefni? Alvin og íkornarnir
Uppáhaldstónlistarmaður/hljómsveit? Jói Pé og Króli. Uppáhaldslag B.O.B.A
Hver er uppáhalds íþróttin þín og íþróttamaður? Gylfi Sig - fótbolti og fimleikar
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Mig langar að verða kennari eða búðarkona
Hvað heldurðu að þú verðir að gera eftir 5 ár? Á Grenivík í skólanum með vinum mínum
Eftir 10 ár? Kannski verð ég að ferðast um heiminn því ég elska að ferðast
Áttu gæludýr? Ef svo er, hvað er það besta við það? En leiðinlegast? Ég á ekki gæludýr heima en í sveitinni á ég fullt af dýrum.
Ef þú átt ekki gæludýr, hvernig gæludýr myndiru vilja? Ég vildi eiga hamstur! (Mamma mín plííííís!!!) :)
Ef þú myndir vinna 50 milljónir í lottó hvað myndirðu gera við peninginn? Ég myndi kannski kaupa mér dýr eins og hund eða kisu, fara til útlanda og ef ég ætti afgang myndi ég gefa hann í rauða krossinn.
Við þökkum Anítu kærlega fyrir skemmtileg svör.
610 Grenivík Sími á skrifstofu: 414-5413 Netfang: grenivikurskoli@grenivikurskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 414-5410 / grenivikurskoli@grenivikurskoli.is